Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangers hafði betur gegn Celtic í grannaslagnum
Mynd: EPA
Celtic fékk Rangers í heimsókn í grannaslagnum í Glasgow í skosku deildinni í dag.

Hyun-Jun Yang sá til þess að Celtic var með 1-0 forystu í hálfleik en Chermiti skoraði tvö mörk með níu mínútna millibili og Ranger svar komið með forystuna eftir klukkutíma leik.

Hinn 18 ára gamli Mikey Moore innsiglaði 3-1 sigur Rangers.

Þetta var sjötta tap Celtic í átta leikjum síðan Wilfried Nancy tók við fyrir mánuði síðan. Brendan Rodgers hætti óvænt í október. Martin O'Neill stýrði liðinu tímabundið og liðið vann sjö af átta leikjum undir hans stjórn.

Celtic er í 2. sæti með 38 stig, þremur stigum á eftir Hearts en Rangers jafnaði Celtic af stigum með sigrinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner