Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   lau 03. janúar 2026 13:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rice með gegn Bournemouth
Mynd: EPA
Declan Rice verður til taks þegar Arsenal heimsækir Bournemouth í kvöld.

Miðjumaðurinn var ekki með í 4-1 sigrinum gegn Aston Villa eftir að hafa meiðst gegn Brighton þar sem hann spilaði í hægri bakverði.

Hann meiddist á hné en kláraði þó allan leikinn í bakverðinum.

Það er hins vegar óljóst hvort hann sé nægilega góður til að byrja gegn Bournemouth en byrjunarliðin verða opinberuð um klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner