Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 03. janúar 2026 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Virðist ekki spenntur fyrir að lána Nwaneri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal var spurður út í framtíð Ethan Nwaneri og Leandro Trossard. Nwaneri hefur fengið afar lítinn spiltíma á tímabilinu og er Trossard aðeins með eitt og hálft ár eftir af samningi.

Nwaneri hefur verið orðaður við ýmis félög í úrvalsdeildinni sem vilja fá hann á lánssamningi út tímabilið, en Arteta virðist ekki spenntur fyrir að lána táninginn út.

Nwaneri er 18 ára sóknartengiliður sem hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum á tímabilinu, og skorað eitt mark. Hann kom að 11 mörkum í 37 leikjum á síðustu leiktíð.

„Allir leikmenn í hópnum eru mjög mikilvægir og eru með sitt hlutverk. Hlutverkið er breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni og allir leikmenn hópsins verða alltaf að vera tilbúnir til að spila," sagði Arteta þegar hann var spurður út í Nwaneri.

Hann var næst spurður út í Trossard sem skrifaði undir nýjan samning við Arsenal síðasta sumar. Í honum fólst ekki nein framlenging heldur einungis launahækkun, en Trossard er 31 árs gamall.

„Við erum mjög ánægðir með hann (Trossard), honum líður vel hérna. Hann er búinn að bæta sig gífurlega mikið á milli tímabila, hann er rosalega gáfaður leikmaður og hann er að reynast virkilega mikilvægur. Þetta er leikmaður sem getur skapað eitthvað upp úr engu eins og töframaður."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner