Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 03. febrúar 2023 14:45
Elvar Geir Magnússon
Foden gæti snúið aftur - Stones frá næstu vikurnar
Pep Guardiola sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Phil Foden gæti snúið aftur á sunnudaginn þegar Manchester City heimsækir Tottenham.

„Hann er að verða betri, hann hefur æft virkilega vel síðustu daga," segir Guardiola en sóknarmiðjumaðurinn ungi hefur misst af síðustu þremur leikjum.

Það eru hinsvegar verri fréttir af John Stones en miðvörðurinn er kominn á meiðslalistann, meiddur aftan í læri. Hann verður frá í nokkrar vikur eða jafnvel næsta mánuðinn.

Fyrr á tímabilinu missti hann af leikjum vegna samskonar meiðsla.

„Þegar það er mikið leikjaálag þá kemur svona fyrir, en hann kemur aftur eftir nokkrar vikur," segir Guardiola.

Manchester City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Arsenal, en Tottenham er í fimmta sæti og í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner