Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Áttundi sigur Dortmund í röð
Marco Reus skoraði fyrir Dortmund
Marco Reus skoraði fyrir Dortmund
Mynd: EPA
Borussia D. 2 - 1 RB Leipzig
1-0 Marco Reus ('21 , víti)
2-0 Emre Can ('39 )
2-1 Emil Forsberg ('74 )

Borussia Dortmund er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir að hafa lagt RB Leipzig að velli, 2-1, í kvöld.

Heimamenn fögnuðu strax á 13. mínútu eftir að Julian Brand kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf Jude Bellingham en fögnuðurinn stóð ekki yfir lengi því markið var dæmt af þar sem Brandt lagði boltann fyrir sig með hendinni.

Nokkrum mínútum síðar fékk Dortmund víti eftir að Janis Blaswich, markvörður Leipzig, braut á Marco Reus. Fyrirliðinn Reus fór sjálfur á punktinn og skoraði. Hann er nú annar markahæsti leikmaðurinn í sögu Dortmund ásamt Michael Zorc, framkvæmdastjóra félagsins.

Emre Can tvöfaldaði forystuna með fallegu marki undir lok fyrri hálfleiksins er hann tók boltann viðstöðulaust og alveg upp við stöng.

Leipzig kom til baka í þeim síðari í gegnum Emil Forsberg. Sænski landsliðsmaðurinn mætti á ferðinni og skoraði með góðu skoti.

Gestirnir voru hársbreidd frá því að jafna undir lok leiksins en boltinn vildi ekki inn og lokatölur því 2-1 fyrir Dortmund sem er með 49 stig í efsta sætinu en Leipzig í 4. sæti með 42 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner