fös 03. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moukoko má spila í aðalliðinu frá og með nóvember
Moukoko í leik með Dortmund í Evrópukeppni unglingaliða.
Moukoko í leik með Dortmund í Evrópukeppni unglingaliða.
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko má frá og með nóvember á þessu ári spila með aðalliði Borussia Dortmund í deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Búið er að samþykkja reglubreytingu í Þýskalandi og þarf leikmaður núna aðeins að hafa náð 16 ára aldri til að spila í þýsku úrvalsdeildinni eða þýsku B-deildinni.

Moukoko er undrabarn í orðsins fyllstu merkingu. Hann er aðeins 15 ára gamall og hefur slegið hvert metið á fætur öðru með unglingaliðum Dortmund.

Hann verður 16 ára í nóvember og getur hann þá byrjað að spila með aðalliði Dortmund. Lucien Favre, stjóri Dortmund, hefur auðvitað verið að fylgjast vel með Moukoko.

Moukoko er eflaust nafn sem að fótboltaunnendur munu heyra og segja mikið í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner