Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 29. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Bundesliga 
Hinn 15 ára Moukoko á leið í aðallið Dortmund
Kjósa um það hvort leikmenn 17 ára og yngri með spila með aðalliðum
Moukoko í leik Derby í Evrópukeppni unglingaliða fyrr í þessum mánuði. Þar átti hann ekki góðan leik.
Moukoko í leik Derby í Evrópukeppni unglingaliða fyrr í þessum mánuði. Þar átti hann ekki góðan leik.
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko er undrabarn í orðsins fyllstu merkingu. Hann er aðeins 15 ára gamall en núna er hugsað um að leyfa honum að spreyta sig með aðalliði Borussia Dortmund.

Lucien Favre, þjálfari Dortmund, vill fá Moukoko, sem hefur raðað inn mörkunum með unglinga- og barnaliðum félagsins, upp í aðalliðið.

Moukoko var í síðustu viku valinn í U19 landslið Þýskalands og hefur hann á þessu tímabili skorað 31 mark í 18 deildarleikjum með U19 liði Dortmund. Til að koma því aftur á framfæri, þá er hann aðeins 15 ára gamall.

„Við erum með plan fyrir hann. Ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær hann verður með okkur. Kannski í mars," sagði Favre um Moukoko.

Moukoko þarf að hafa náð 16 ára aldri til að spila með aðalliði Dortmund og á hann ekki afmæli fyrr en í nóvember. Þá þarf hann að fá sérstakt leyfi til að spila 16 ára í þýsku úrvalsdeildinni, nema að reglubreytingar verði gerðar um aldurstakmörk í þýska boltanum.

Í mars munu félög í tveimur efstu deildum Þýskalands kjósa um það hvort að leikmenn 17 ára og yngri megi spila með aðalliðum sinna félaga.

Á síðasta ári skrifaði Moukoko undir samning við Nike og er hann hrikalega spennandi fótboltamaður.

Dortmund er í augnablikinu í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Bayern München.



Sjá einnig:
Derby sló út ÍA og því næst Dortmund - Moukoko slakur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner