Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. apríl 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter færist nær titlinum - Lið Emils með naumt forskot
Inter færist nær titlinum.
Inter færist nær titlinum.
Mynd: Getty Images
Emil spilaði 70 mínútur.
Emil spilaði 70 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bologna 0 - 1 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('31 )

Romelu Lukaku var hetja Inter þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Lukaku skoraði eina mark leiksins eftir um hálftíma leik en hann er búinn að skora 20 mörk í 27 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna en hann hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á þessu tímabili.

Inter færist nær titlinum, liðið er með átta stiga forystu á toppnum og leik til góða á AC Milan sem er í öðru sæti. Bologna er í 11. sæti.

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Atalanta og Napoli nýttu sér klúður Roma - Tvö rauð hjá Lazio í uppbótartíma
Ítalía: Milan missteig sig en Hauge bjargaði þó einhverju
Ítalía: Ronaldo bjargaði stigi í borgarslag

Emil byrjaði í tapi
Emil Hallfreðsson byrjaði þegar Padova tapaði fyrir Triestina á útivelli í ítölsku C-deildinni í dag.

Emil spilaði 70 mínútur fyrir Padova sem er á toppnum í sínum riðli. Ef liðið endar þar, þá fer það beint upp í B-deild. Padova er með tveggja stiga forskot þegar fjórir leikir eru eftir.


Andri Fannar Baldursson.
Athugasemdir
banner
banner
banner