Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo bjargaði stigi í borgarslag
Mynd: Getty Images
Torino 2 - 2 Juventus
0-1 Federico Chiesa ('13 )
1-1 Antonio Sanabria ('27 )
2-1 Antonio Sanabria ('46 )
2-2 Cristiano Ronaldo ('79 )

Nágrannafélögin Torino og Juventus skildu jöfn í baráttunni um Tórínó í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Federico Chiesa, sem hefur verið jákvæður punktur í liði Juventus á tímabilinu, kom sínum mönnum yfir á 13. mínútu en Antonio Sanabria jafnaði metin á 27. mínútu fyrir heimamenn.

Sanabria var aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks þegar hann kom Torino yfir en Cristiano Ronaldo jafnaði metin fyrir ítölsku meistarana þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þar við sat og lokatölur 2-2 en Juventus var sterkari aðilinn og stjórnaði ferðinni í leiknum.

Juventus er ekki að fara að verja titil sinn, það verður alla vega mjög erfitt. Liðið er tíu stigum frá toppliði Inter eftir 27 leiki. Juventus situr í fimmta sæti en á leik til góða á Napoli sem er í fjórða sæti og tvo leiki til góða á Atalanta sem er í þriðja sæti. Það munar þremur stigum á Juventus og Atalanta. Torino er í 17. sæti, einu stigi frá fallsvæðinu, en liðið á tvo leiki til góða á Cagliari sem er í 18. sæti.

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Atalanta og Napoli nýttu sér klúður Roma - Tvö rauð hjá Lazio í uppbótartíma
Ítalía: Milan missteig sig en Hauge bjargaði þó einhverju
Athugasemdir
banner
banner