Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. apríl 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Enginn þjálfari velur þig af því þú ert fínn strákur"
Mynd: Getty Images
Mason Mount er á varamannabekk Chelsea í einungis annað sinn af síðustu deildarleikjum. Chelsea mætir WBA, leikurinn hófst fyrir um stundarfjórðungi síðan. Mount var einnig á bekknum gegn Everton í mars.

Mikið er talað um að Mount sé í uppáhaldi Tomas Tuchel og hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Mikil samkeppni er um stöðu sóknartengiliðs hjá bæði Chelsea og landsliðinu. Mount berst við Hakim Ziyech, Christian Pulisic og Kai Havertz í Chelsea liðinu. Í landsliðinu berst hann við James Maddison, Jack Grealish og Phil Foden.

Mount lék 225 af 270 mínútum enska landsliðsins í nýliðnum landsleikjaglugga.

Á BT Sport var það til umræðu að Mount væri í uppáhaldi hjá Tuchel.

„Þjálfarar í fleirtölu hafa valið hann, hann er ekki í neinu uppáhaldi, hann er frábær og hæfileikaríkur leikmaður. Þessi leikur er grimmur. Enginn þjálfari velur því af því þú ert fínn strákur."

Það voru þeir Karen Carney og Joe Cole sem ræddu þetta á BT Sport.


Athugasemdir
banner
banner
banner