Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 03. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stórkostlegt mark sem liðsfélagi Karólínu skoraði
Kvenaboltinn
Bayern München féll úr leik í Meistaradeild kvenna í undanúrslitunum í gær.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ónotaður varamaður er Bayern tapaði 4-1 gegn Chelsea í London. Chelsea vann einvígið samanlagt með fimm mörkum gegn þremur.

Chelsea og Barcelona mætast í úrslitaleiknum en hvorugt þessara félaga hefur unnið keppnina áður. Það verður því nýr sigurvegari í ár.

Liðsfélagi Karólínu, Sarah Zadrazil, skoraði besta mark leiksins þegar hún jafnaði í 1-1 fyrir Bayern.

Algjörlega glæsilegt mark en það má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner