Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. júní 2022 07:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Á mikið hrós skilið fyrir sinn leik
Sævar Gylfason (KF)
Sævar í leik með KF.
Sævar í leik með KF.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmaður fjórðu umferðar í 2. deild í boði ICE er Sævar Gylfason, leikmaður KF.

Það er hlaðvarpið Ástríðan sem stendur fyrir þessu vali. Sævar skoraði og átti mjög góðan leik í jafntefli KF gegn Þrótti á Dalvíkurvelli.

„Hann var betri en enginn í varnarlínu KF og honum gekk vel í að verjast þessum löngu boltum sem Þróttur var að reyna að sækja á, í fyrri hálfleik sérstaklega," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann skorar svo þetta flotta mark eftir hornspyrnu með góðum skalla. Hann á mikið hrós skilið fyrir sinn leik."

„Það var enginn sem öskraði á mann að vera leikmaður umferðarinnar," sagði Sverrir.

„Mér finnst skemmtilegt þegar við getum gefið varnarmönnum sem spila vel þessa nafnbót," sagði Óskar Smári Haraldsson í þættinum. „Hann er góður hafsent og er fastur fyrir."

„Hann er vel að þessu kominn."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
Ástríðan - 4. umferð - Til hamingju Njarðvík og Dalvík
Athugasemdir
banner
banner
banner