Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. júní 2023 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Mikil vonbrigði að fá á sig svona ódýr mörk
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir 2-1 tap gegn Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins í dag.

Ilkay Gündogan kom Man City yfir eftir aðeins tólf sekúndur með laglegu skoti fyrir utan teig en Bruno Fernandes jafnaði með marki úr vítaspyrnu.

United fékk nokkra ágætis sénsa í leiknum en það var Gündogan sem gerði sigurmarkið með öðru skoti fyrir utan teig. David De Gea, markvörður United, var illa staðsettur og sá boltann seint, en Ten Hag segir þetta hafa verið tvö ódýr mörk.

„Við erum niðurbrotnir og vonsviknir en ég er stoltur af liðinu. Við gerðum mjög vel þó við höfum fengið tvö ódýr mörk á okkur en við vorum inn í leiknum. Það var góður andi og mjög gott skipulag á liðinu.“

„Þetta voru erfið mörk því þau voru ódýr og vel hægt að koma í veg fyrir þau. Þegar þú spilar gegn City og færð næstum því ekkert á þig úr opnu spili þá verður maður að hrósa liðinu en það eru mikil vonbrigði þegar þú færð á þig svona mörk.“

„Þetta lið sýndi þrautseigju, karakter og persónuleika. Við vitum að það er enn langt í land en þetta mun gera okkur betri. Þetta var próf fyrir okkur. Okkur tókst ekki ætlunarverkið en við getum tekið margt jákvætt inn í næsta tímabil,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner