Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   lau 03. júlí 2021 16:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Algjör dómaramistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík, var svekktur eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í dag.

„Við fáum þrjú dauðafæri bara fyrir opnu marki og vorum að komast í flottar stöður. Við spiluðum þennan leik virkilega vel í fyrri hálfleik. Ég er virkilega ósáttur að fá þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum, þetta eru tvö horn svo fá þeir kannski einn séns eftir það. Þess vegna fannst mér fyrri hálfleikurinn virkilega flottur, byrjuðum seinni hálfleikinn virkilega vel en svo meiðast Guy og Danni, og þá verður þetta erfitt og þeir gera vel í þessum tveimur mörkum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Guy Smit þarf að fara meiddur af velli og var Siggi allt annað en sáttur með dómara leiksins í dag sem var Sigurður Hjörtur.

„Þetta er bara samstuð milli hans og Mikkelsen. Þetta voru bara algjör dómaramistök að vera ekki búinn að flauta fyrr, þeir voru bara að bíða eftir samstuði hjá tveimur leikmönnum þegar Mikkelsen er 5 metrum fyrir innan og það sjá það allir á vellinum og ég skil ekki að hann flauti ekki fyrr í staðin að bíða eftir contactinu því Mikkelsen hefði alveg eins getað meiðst í þessu."

Erfiðara að eiga við Breiðablik á blautu gervigrasi frekar enn á grasinu á Domusnova vellinum, heimavelli Leiknismanna?

„Auðvitað er það mikið erfiðara en eins og ég segi þá fannst mér við virkilega flottar mestmegnis af leiknum og mér fannst 4-0 ekki rétt niðurstaða í þessum leik."

Sævar Atli Magnússon hefur skorað öll mörk Leiknismann síðan 16. maí, það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni?

„Það er rosalega mikið áhyggjuefni. Það verða fleiri menn að skora, það voru menn sem fengu alvöru færi í dag sem nýttu þau ekki og það er áhyggjuefni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir