Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 03. júlí 2021 16:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Algjör dómaramistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík, var svekktur eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í dag.

„Við fáum þrjú dauðafæri bara fyrir opnu marki og vorum að komast í flottar stöður. Við spiluðum þennan leik virkilega vel í fyrri hálfleik. Ég er virkilega ósáttur að fá þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum, þetta eru tvö horn svo fá þeir kannski einn séns eftir það. Þess vegna fannst mér fyrri hálfleikurinn virkilega flottur, byrjuðum seinni hálfleikinn virkilega vel en svo meiðast Guy og Danni, og þá verður þetta erfitt og þeir gera vel í þessum tveimur mörkum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Guy Smit þarf að fara meiddur af velli og var Siggi allt annað en sáttur með dómara leiksins í dag sem var Sigurður Hjörtur.

„Þetta er bara samstuð milli hans og Mikkelsen. Þetta voru bara algjör dómaramistök að vera ekki búinn að flauta fyrr, þeir voru bara að bíða eftir samstuði hjá tveimur leikmönnum þegar Mikkelsen er 5 metrum fyrir innan og það sjá það allir á vellinum og ég skil ekki að hann flauti ekki fyrr í staðin að bíða eftir contactinu því Mikkelsen hefði alveg eins getað meiðst í þessu."

Erfiðara að eiga við Breiðablik á blautu gervigrasi frekar enn á grasinu á Domusnova vellinum, heimavelli Leiknismanna?

„Auðvitað er það mikið erfiðara en eins og ég segi þá fannst mér við virkilega flottar mestmegnis af leiknum og mér fannst 4-0 ekki rétt niðurstaða í þessum leik."

Sævar Atli Magnússon hefur skorað öll mörk Leiknismann síðan 16. maí, það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni?

„Það er rosalega mikið áhyggjuefni. Það verða fleiri menn að skora, það voru menn sem fengu alvöru færi í dag sem nýttu þau ekki og það er áhyggjuefni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner