Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   lau 03. júlí 2021 16:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Algjör dómaramistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík, var svekktur eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í dag.

„Við fáum þrjú dauðafæri bara fyrir opnu marki og vorum að komast í flottar stöður. Við spiluðum þennan leik virkilega vel í fyrri hálfleik. Ég er virkilega ósáttur að fá þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum, þetta eru tvö horn svo fá þeir kannski einn séns eftir það. Þess vegna fannst mér fyrri hálfleikurinn virkilega flottur, byrjuðum seinni hálfleikinn virkilega vel en svo meiðast Guy og Danni, og þá verður þetta erfitt og þeir gera vel í þessum tveimur mörkum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Guy Smit þarf að fara meiddur af velli og var Siggi allt annað en sáttur með dómara leiksins í dag sem var Sigurður Hjörtur.

„Þetta er bara samstuð milli hans og Mikkelsen. Þetta voru bara algjör dómaramistök að vera ekki búinn að flauta fyrr, þeir voru bara að bíða eftir samstuði hjá tveimur leikmönnum þegar Mikkelsen er 5 metrum fyrir innan og það sjá það allir á vellinum og ég skil ekki að hann flauti ekki fyrr í staðin að bíða eftir contactinu því Mikkelsen hefði alveg eins getað meiðst í þessu."

Erfiðara að eiga við Breiðablik á blautu gervigrasi frekar enn á grasinu á Domusnova vellinum, heimavelli Leiknismanna?

„Auðvitað er það mikið erfiðara en eins og ég segi þá fannst mér við virkilega flottar mestmegnis af leiknum og mér fannst 4-0 ekki rétt niðurstaða í þessum leik."

Sævar Atli Magnússon hefur skorað öll mörk Leiknismann síðan 16. maí, það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni?

„Það er rosalega mikið áhyggjuefni. Það verða fleiri menn að skora, það voru menn sem fengu alvöru færi í dag sem nýttu þau ekki og það er áhyggjuefni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir