Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 03. júlí 2021 16:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Algjör dómaramistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík, var svekktur eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í dag.

„Við fáum þrjú dauðafæri bara fyrir opnu marki og vorum að komast í flottar stöður. Við spiluðum þennan leik virkilega vel í fyrri hálfleik. Ég er virkilega ósáttur að fá þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum, þetta eru tvö horn svo fá þeir kannski einn séns eftir það. Þess vegna fannst mér fyrri hálfleikurinn virkilega flottur, byrjuðum seinni hálfleikinn virkilega vel en svo meiðast Guy og Danni, og þá verður þetta erfitt og þeir gera vel í þessum tveimur mörkum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Guy Smit þarf að fara meiddur af velli og var Siggi allt annað en sáttur með dómara leiksins í dag sem var Sigurður Hjörtur.

„Þetta er bara samstuð milli hans og Mikkelsen. Þetta voru bara algjör dómaramistök að vera ekki búinn að flauta fyrr, þeir voru bara að bíða eftir samstuði hjá tveimur leikmönnum þegar Mikkelsen er 5 metrum fyrir innan og það sjá það allir á vellinum og ég skil ekki að hann flauti ekki fyrr í staðin að bíða eftir contactinu því Mikkelsen hefði alveg eins getað meiðst í þessu."

Erfiðara að eiga við Breiðablik á blautu gervigrasi frekar enn á grasinu á Domusnova vellinum, heimavelli Leiknismanna?

„Auðvitað er það mikið erfiðara en eins og ég segi þá fannst mér við virkilega flottar mestmegnis af leiknum og mér fannst 4-0 ekki rétt niðurstaða í þessum leik."

Sævar Atli Magnússon hefur skorað öll mörk Leiknismann síðan 16. maí, það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni?

„Það er rosalega mikið áhyggjuefni. Það verða fleiri menn að skora, það voru menn sem fengu alvöru færi í dag sem nýttu þau ekki og það er áhyggjuefni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner