Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 03. júlí 2021 16:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Algjör dómaramistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík, var svekktur eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í dag.

„Við fáum þrjú dauðafæri bara fyrir opnu marki og vorum að komast í flottar stöður. Við spiluðum þennan leik virkilega vel í fyrri hálfleik. Ég er virkilega ósáttur að fá þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum, þetta eru tvö horn svo fá þeir kannski einn séns eftir það. Þess vegna fannst mér fyrri hálfleikurinn virkilega flottur, byrjuðum seinni hálfleikinn virkilega vel en svo meiðast Guy og Danni, og þá verður þetta erfitt og þeir gera vel í þessum tveimur mörkum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Guy Smit þarf að fara meiddur af velli og var Siggi allt annað en sáttur með dómara leiksins í dag sem var Sigurður Hjörtur.

„Þetta er bara samstuð milli hans og Mikkelsen. Þetta voru bara algjör dómaramistök að vera ekki búinn að flauta fyrr, þeir voru bara að bíða eftir samstuði hjá tveimur leikmönnum þegar Mikkelsen er 5 metrum fyrir innan og það sjá það allir á vellinum og ég skil ekki að hann flauti ekki fyrr í staðin að bíða eftir contactinu því Mikkelsen hefði alveg eins getað meiðst í þessu."

Erfiðara að eiga við Breiðablik á blautu gervigrasi frekar enn á grasinu á Domusnova vellinum, heimavelli Leiknismanna?

„Auðvitað er það mikið erfiðara en eins og ég segi þá fannst mér við virkilega flottar mestmegnis af leiknum og mér fannst 4-0 ekki rétt niðurstaða í þessum leik."

Sævar Atli Magnússon hefur skorað öll mörk Leiknismann síðan 16. maí, það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni?

„Það er rosalega mikið áhyggjuefni. Það verða fleiri menn að skora, það voru menn sem fengu alvöru færi í dag sem nýttu þau ekki og það er áhyggjuefni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner