Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
   lau 03. ágúst 2019 16:32
Arnar Daði Arnarsson
Ian Jeffs: Vil ekki drulla yfir menn
Ian Jeffs þjálfari ÍBV.
Ian Jeffs þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var þungt yfir Ian Jeffs þjálfara ÍBV eftir 1-0 tap liðsins gegn HK í Pepsi Max-deild karla í dag en sigurmarkið kom eftir misskillning varnar- og markmanns ÍBV.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 HK

„Þetta var góður leikur hjá okkur, við vorum vel skipulagðir og það var lagt upp þannig að halda shape og þeir gera þetta vel. Ég get ekki kvartað neitt undan frammistöðu leikmanna í dag, þetta var bara mjög gott. En á móti erum við alltaf að gefa eitt færi, eða eitt mark eða klaufamistök eins og þetta og í Pepsi Max-deildinni er refsað fyrir svona mistök," sagði Jeffsy.

Sigurður Arnar Magnússon og Halldór Páll Geirssson markvörður misskildu hvorn annan og Bjarni Gunnarsson skoraði í autt markið.

„Eins og ég sá þetta fór boltinn yfir vörnina, Siggi er með þetta en Halldór hleypur út. Það er samskiptaleysi milli þeirra. Ég þarf að horfa á þetta aftur, ég vil ekki drulla yfir menn eða segja eitthvað um þetta án þess að horfa á þetta aftur. Á þessu stigi fótboltans áttu að klára svona. Markvörðurinn á að vera í markinu og hreinsa eða hann verður að koma út og öskra nafnið og skalla hann í burtu. Ég á engin svör."

ÍBV tapaði þarna sínum níunda leik í röð í deildinni og er í botnsætinu, 11 stigum frá fallsæti. Staðan verður svartari og svartari með hverjum leiknum.

„Þetta lítur þannig út en tölfræðilega erum við enn í möguleika. Þegar við spilum fínasta leik eins og í dag og gegn Grindavík en töpum samt. Ef við náum ekki að halda einbeitingu í 90 mínútur er erfitt að spila í þessari deild þar sem manni er refsað fyrir svona mistök. En við höldum áfram og byggjum ofan á það sem við höfum verið að gera og þá koma þrjú stig einhvern tíma."

ÍBV ákvað að taka tilboði ÍA í Sindra Snæ Magnússon fyrirliða liðsins í vikunni en hvað vill Jeffs segja um það?

„Ég ber virðingu fyrir þeim sem ég starfa fyrir. Þeir tóku ákvörðun sem þeir töldu besta fyrri félagið og ég verð að virða það. Sindri er flottur strákur, góður knattspyrnumaður og góður drengur. Ég virði ákvörðunina, það skiptir ekki máli hvort ég er sammála henni eða ósammála. Ég er bara þjálfari og er að vinna fyrir fólk sem hugsar um félagið og horfir til framtíðar. Ég verð að virða hana."
Athugasemdir
banner
banner