Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: HK deilir toppsætinu - Jafnt á Akranesi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Síðustu úrslitin eru búin að berast úr Lengjudeild kvenna þar sem HK og Haukar sigruðu sína leiki á meðan ÍA og Keflavík skildu jöfn.

HK 3 - 0 Afturelding
1-0 Isabella Eva Aradóttir
2-0 Loma McNeese
3-0 Ísabel Rós Ragnarsdóttir

HK vann þægilegan þriggja marka sigur gegn Aftureldingu þar sem Isabella Eva Aradóttir fyrirliði skoraði fyrsta mark leiksins.

Loma McNeese og Ísabel Rós Ragnarsdóttir innsigluðu svo sigurinn til að koma HK-ingum upp á topp deildarinnar. HK deilir toppsætinu með ÍBV þar sem bæði lið eiga níu stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar. Afturelding situr eftir án stiga.



Fylkir 1 - 2 Haukar
1-0 Birna Kristín Eiríksdóttir ('53 )
1-1 Berglind Þrastardóttir ('81 )
1-2 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('83 )

Staðan var þá markalaus í leikhlé þegar Fylkir tók á móti Haukum í Árbænum, en Birna Kristín Eiríksdóttir tók forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Heimakonur héldu forystunni allt þar til á lokakaflanum þegar gestunum úr Hafnarfirði tókst að snúa leiknum við. Berglind Þrastardóttir og Rakel Lilja Hjaltadóttir skoruðu sitthvort markið með stuttu millibili og urðu lokatölur 1-2.

Bæði lið eiga 6 stig eftir viðureignina. Fylkir missti þar með af tækifæri til að jafna toppliðin tvö á stigum.



ÍA 1 - 1 Keflavík
1-0 Sunna Rún Sigurðardóttir ('48 )
1-1 Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('74 )

Staðan var einnig markalaus í leikhlé á Akranesi þegar ÍA tók á móti Keflavík, en Sunna Rún Sigurðardóttir náði forystunni fyrir heimakonur í upphafi síðari hálfleiks.

Skagakonur héldu forystunni allt þar til Hilda Rún Hafsteinsdóttir jafnaði á 74. mínútu.

Meira var ekki skorað svo lokatölur urðu 1-1. ÍA og Keflavík eiga bæði fimm stig eftir jafnteflið.
Athugasemdir
banner
banner
banner