

Grindavík/Njarðvík tók á móti Gróttu í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar á JBÓ vellinum í kvöld.
Grindavík/Njarðvík var tveimur mörkum undir í hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í hag í þeim síðari og fara með sterkan sigur.
Lestu um leikinn: Grindavík/Njarðvík 3 - 2 Grótta
„Gleði og bara ógeðslega gott að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik" sagði Gylfi Tryggvason þjálfari Grindavík/Njarðvík létt eftir leik.
„Erfiðar aðstæður og bara allt hrós á liðið. Ótrúlegur karakter sem að þessar stelpur hafa og þær gefast aldrei upp og ég er bara ótrúlega stoltur af þessu liði"
Aðstæður höfðu mikið að segja í kvöld en það var gríðarlega hvasst og þá sérstaklega á annað markið.
„Það eru svona 50 metra á sekúndu breyting. Við förum úr því að vera með 25 metra í andlitið í að fá það í bakið. Ég held að veðrið hafi sett mjög mikið mark á þennan leik. Hann verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni held ég"
„Við förum inn í leikinn og byrjum á móti vindi. Þá er þetta svolítið bara að lifa af fyrri hálfleikinn eins bærileg og hægt er, 2-0 var kannski svolítið mikið og kannski svolítið óþarfi fannst mér"
„Að koma til baka og setja þrjú og gera það svona eins og við gerum það, gera það í lokin, spenna og allt fyrir peninginn. Það er bara geggjað"
Nánar er rætt við Gylfa Tryggvason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. HK | 6 | 5 | 0 | 1 | 16 - 7 | +9 | 15 |
2. ÍBV | 6 | 4 | 1 | 1 | 25 - 4 | +21 | 13 |
3. Grindavík/Njarðvík | 6 | 4 | 1 | 1 | 13 - 9 | +4 | 13 |
4. KR | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 - 15 | -1 | 10 |
5. Grótta | 6 | 3 | 0 | 3 | 14 - 12 | +2 | 9 |
6. Keflavík | 6 | 1 | 3 | 2 | 7 - 8 | -1 | 6 |
7. Fylkir | 6 | 2 | 0 | 4 | 8 - 12 | -4 | 6 |
8. Haukar | 6 | 2 | 0 | 4 | 6 - 16 | -10 | 6 |
9. ÍA | 6 | 1 | 2 | 3 | 7 - 12 | -5 | 5 |
10. Afturelding | 6 | 1 | 0 | 5 | 3 - 18 | -15 | 3 |