

Grótta heimsótti Grindavík/Njarðvík í fjórðu umferð Lengjudeild kvenna á JBÓ vellinum í kvöld.
Grótta komst tveimur mörkum yfir og leiddi í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér í seinni.
Lestu um leikinn: Grindavík/Njarðvík 3 - 2 Grótta
„Mjög svekkjandi" sagði Dominic Ankers þjálfari Gróttu svekktur eftir tapið í kvöld.
„Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum en heppnin var ekki með okkur í þetta skiptið og það er eins og það er"
Aðstæður léku liðin grátt í kvöld og hafði veðrið gríðarlega áhrif á leikinn í kvöld.
„Já þetta var bara hvass leikur. Við höfum verið á Íslandi nógu lengi til að hafa leikið svona leiki áður. Vindurinn blés bara á annað markið svo í fyrri hálfleiknum ertu að sækja mikið og í seinni þá ertu að verjast mikið."
„Við skorðum bara tvö mörk í fyrri hálfleik og við náðum ekki að halda út til enda. Það er bara eins og það er"
Nánar er rætt við Dominic Ankers í spilarnum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. HK | 6 | 5 | 0 | 1 | 16 - 7 | +9 | 15 |
2. ÍBV | 6 | 4 | 1 | 1 | 25 - 4 | +21 | 13 |
3. Grindavík/Njarðvík | 6 | 4 | 1 | 1 | 13 - 9 | +4 | 13 |
4. KR | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 - 15 | -1 | 10 |
5. Grótta | 6 | 3 | 0 | 3 | 14 - 12 | +2 | 9 |
6. Keflavík | 6 | 1 | 3 | 2 | 7 - 8 | -1 | 6 |
7. Fylkir | 6 | 2 | 0 | 4 | 8 - 12 | -4 | 6 |
8. Haukar | 6 | 2 | 0 | 4 | 6 - 16 | -10 | 6 |
9. ÍA | 6 | 1 | 2 | 3 | 7 - 12 | -5 | 5 |
10. Afturelding | 6 | 1 | 0 | 5 | 3 - 18 | -15 | 3 |