Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 03. ágúst 2022 22:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Tvö stig töpuð klárlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já góður leikur sammála því, hundsvekktur að hafa ekki náð að klára leikinn og missa þetta niður í jafntefli í lok leiks. Þurftum að gera skiptingu mínútu áður en að hornið kemur, kannski vorum við ekki klárir þegar hornið kemur og þeir jafna leikinn. Frábær spyrna og góður skalli þannig kannski ekki mikið við því að gera en fúlt að hafa ekki klárað þetta" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Var þetta 1 stig fengið eða 2 stig töpuð í kvöld að mati Jóns?

"Tvö stig töpuð klárlega, eftir að við komumst yfir svona síðasta korterið í fyrri var sá kafli Stjörnunnar sem þeir náðu að pressa okkur hvað mest og héldu okkur smá niðri en mér fannst lengst af í seinni hálfleiknum við hafa öll tök á leiknum og ég er mjög svekktur að hafa ekki náð þriðja markinu og klárað því ég held að það hafi dugað til"

"Við vitum það alveg og Stjarnan hefur sínt það í sumar að þeir eru alltaf líklegir til þess að skora mörk og þú þarft að vera á tánum í 90. mínútur til þess að halda þá út og því miður þá ná þeir þessu jöfnunarmarki og við fáum bara eitt stig fyrir vikið"

Eftir að hafa unnið ÍA 0-4 á útivelli í síðustu umferð þurfti Nonni að gera þrjár breytingar frá sigurliðinu upp á Skaga.

"Já auðvitað viltu ekki gera miklar breytingar þegar þú ert á svona "run-i" en svona er þetta en við erum með stóran og breiðan hóp og það komu menn inn sem skiluðu góðri frammistöðu þannig við þurfum ekkert að kvíða því þótt það sé einn og einn leikmaður meiddur eða í banni. Við leysum þetta alveg en viljum kannski hafa of miklar róteringar milli leikja"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Nonni ræðir meðbyrinn sem er með Fram núna og fræga málið hvað varðar Brynjar Gauta.
Athugasemdir
banner
banner