Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   mið 03. ágúst 2022 22:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Tvö stig töpuð klárlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já góður leikur sammála því, hundsvekktur að hafa ekki náð að klára leikinn og missa þetta niður í jafntefli í lok leiks. Þurftum að gera skiptingu mínútu áður en að hornið kemur, kannski vorum við ekki klárir þegar hornið kemur og þeir jafna leikinn. Frábær spyrna og góður skalli þannig kannski ekki mikið við því að gera en fúlt að hafa ekki klárað þetta" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Var þetta 1 stig fengið eða 2 stig töpuð í kvöld að mati Jóns?

"Tvö stig töpuð klárlega, eftir að við komumst yfir svona síðasta korterið í fyrri var sá kafli Stjörnunnar sem þeir náðu að pressa okkur hvað mest og héldu okkur smá niðri en mér fannst lengst af í seinni hálfleiknum við hafa öll tök á leiknum og ég er mjög svekktur að hafa ekki náð þriðja markinu og klárað því ég held að það hafi dugað til"

"Við vitum það alveg og Stjarnan hefur sínt það í sumar að þeir eru alltaf líklegir til þess að skora mörk og þú þarft að vera á tánum í 90. mínútur til þess að halda þá út og því miður þá ná þeir þessu jöfnunarmarki og við fáum bara eitt stig fyrir vikið"

Eftir að hafa unnið ÍA 0-4 á útivelli í síðustu umferð þurfti Nonni að gera þrjár breytingar frá sigurliðinu upp á Skaga.

"Já auðvitað viltu ekki gera miklar breytingar þegar þú ert á svona "run-i" en svona er þetta en við erum með stóran og breiðan hóp og það komu menn inn sem skiluðu góðri frammistöðu þannig við þurfum ekkert að kvíða því þótt það sé einn og einn leikmaður meiddur eða í banni. Við leysum þetta alveg en viljum kannski hafa of miklar róteringar milli leikja"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Nonni ræðir meðbyrinn sem er með Fram núna og fræga málið hvað varðar Brynjar Gauta.
Athugasemdir
banner
banner
banner