Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 03. ágúst 2022 22:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Tvö stig töpuð klárlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já góður leikur sammála því, hundsvekktur að hafa ekki náð að klára leikinn og missa þetta niður í jafntefli í lok leiks. Þurftum að gera skiptingu mínútu áður en að hornið kemur, kannski vorum við ekki klárir þegar hornið kemur og þeir jafna leikinn. Frábær spyrna og góður skalli þannig kannski ekki mikið við því að gera en fúlt að hafa ekki klárað þetta" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Var þetta 1 stig fengið eða 2 stig töpuð í kvöld að mati Jóns?

"Tvö stig töpuð klárlega, eftir að við komumst yfir svona síðasta korterið í fyrri var sá kafli Stjörnunnar sem þeir náðu að pressa okkur hvað mest og héldu okkur smá niðri en mér fannst lengst af í seinni hálfleiknum við hafa öll tök á leiknum og ég er mjög svekktur að hafa ekki náð þriðja markinu og klárað því ég held að það hafi dugað til"

"Við vitum það alveg og Stjarnan hefur sínt það í sumar að þeir eru alltaf líklegir til þess að skora mörk og þú þarft að vera á tánum í 90. mínútur til þess að halda þá út og því miður þá ná þeir þessu jöfnunarmarki og við fáum bara eitt stig fyrir vikið"

Eftir að hafa unnið ÍA 0-4 á útivelli í síðustu umferð þurfti Nonni að gera þrjár breytingar frá sigurliðinu upp á Skaga.

"Já auðvitað viltu ekki gera miklar breytingar þegar þú ert á svona "run-i" en svona er þetta en við erum með stóran og breiðan hóp og það komu menn inn sem skiluðu góðri frammistöðu þannig við þurfum ekkert að kvíða því þótt það sé einn og einn leikmaður meiddur eða í banni. Við leysum þetta alveg en viljum kannski hafa of miklar róteringar milli leikja"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Nonni ræðir meðbyrinn sem er með Fram núna og fræga málið hvað varðar Brynjar Gauta.
Athugasemdir
banner
banner