Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   sun 03. ágúst 2025 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Mark dæmt af í blálokin í Kópavogi
Mikael Breki fagnar
Mikael Breki fagnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 1 KA
0-1 Mikael Breki Þórðarson ('10 )
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('31 , víti)
Rautt spjald: Haraldur Björnsson, Breiðablik ('94) Lestu um leikinn

Það var spennandi leikur á Kópavogsvelli í dag þar sem KA heimsótti Breiðablik. Heimamenn gátu komist á toppinn um stund að minnsta kosti með sigri og þá gat KA rifið sig aðeins frá fallbaráttunni.

Mikael Breki Þórðarson fékk tækifæri í byrjunarliðinu hjá KA í dag og hann nýtti tækifærið snemma leiks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.

Breiðablik náði góðum tökum á leiknum í kjölfarið og Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson fengu tækifæri til að skora. Breiðablik vildi vítaspyrnu þegar Tobias Thomsen féll í teignum en ekkert dæmt.

Stuttu síðar fékk Breiðablik síðan vítaspyrnu þegar brotið var á Óla Val Ómarssyni. Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill en það dró svo sannarlega til tíðinda í blálokin. Tobias Thomsen átti skot og boltinn fór af Viktori Erni Margeirssyni og í markið. Það var hins vegar dæmt af þar sem boltinn virtist fara í höndina á Viktori.

Breiðabliki mistekst því að komast á toppinn. Liðið er með 32 stig í 2. sæti, stigi á eftir Val og stigi á undan Víkingi en bæði lið eiga leik til góða. KA fer upp um eitt sæti, upp í 9. sæti með 19 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir