fös 03. september 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmanninum að kenna að Fekir fór ekki til Liverpool
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir var mikið í fréttum sumarið 2018 er hann var við það að ganga til liðs við Liverpool fyrir 53 milljónir punda.

Liverpool hafði gengið frá kaupum á Fabinho og Naby Keita. Fekir átti að vera næstur inn ef allt hefði gengið upp. Það virtist allt vera ganga upp en þá komu fréttir af því að Liverpool hafi hætt við á síðustu stundu.

Það var talað um að hann hafi fallið á læknisskoðun en nú þremur árum síðar hefur Fekir sagt að það hafði ekkert með hnéð á sér að gera að hann fór ekki til Liverpool.

„Þetta var dimmur tími," sagði Fekir í samtali við The Times. „Ég las fullt af hlutum sem voru ekki sannir. Það var sagt að hnéið á mér hafi stoppað mig að fara til Liverpool en það er ekki satt."

„Ég fór til Parísar í læknisskoðun og hnéið á mér var í góðu lagi. Það voru vandamál í kringum umboðsmanninn minn. Hann er ábyrgur fyrir því að díllinn fór ekki í gegn," segir Fekir.

„Að sjálfsögðu varð ég fyrir vonbrigðum að fara ekki til Liverpool, mjög vonsvikinn þar sem Liverpool er frábær klúbbur."

Fekir var áfram hjá Lyon út leiktíðna. Hann hélt síðan til Real Betis á spáni árið 2019 fyrir 17.7 milljónir punda, mun lægra verð en Liverpool hafði boðið í hann um sumarið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner