Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 03. september 2022 23:20
Sverrir Örn Einarsson
Binni Gests; Ég ætla þá að vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum alveg skelfilegir í þessum leik. Það var bara eins og við værum allir í krummfæti frá a til ö. Mörkin sem við fáum á okkur eru ógeðslega léleg úr útsparki og svo eftir fyrirgjöf þar sem við erum allir fyrir aftan boltann en enginn að dekka, “ Voru fyrstu orð Brynjars Gestssonar eða Binna eins og hann er kallaður eftir 2-0 tap Þróttar Vogum sem hann þjálfara gegn Þór í Vogum í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  2 Þór

Þróttarar voru langt frá sínu besta í dag og var margt í leik þeirra sem betur mátti fara, Lélegar sendingar að kosta auk þess sem leikur liðsins var hægur og nokkuð auðvelt fyrir gestina að hafa hemil á þeim.

„Þetta var bara hallærislegt og maður hálf skammaðist sín að horfa upp á þetta. Eǵ er orðlaus yfir þessu þetta er svo skrýtið. Á síðasta þriðjungi vorum við oft komnir í ágætar stöður þótt ótrúlegt megi virðast en síðasta sendingin var alltaf hreint skelfileg og við erum bara asnalegir allir sem einn.“

Fréttaritara var hugleikin ástæða þess hvers vegna liðsmenn Þŕóttar væru svona þungir á sér í leik dagsins og og spurði því Brynjar hvort Ástarmánuðurinn sem Þróttur stendur fyrir hefði haft áhrif og hvort leikmenn hefðu mögulega hafið mánuðinn af of miklum krafti heima fyrir. Brynjar sem er annálaður húmoristi greip boltann á lofti og olli engum vonbrigðum með svari sínu.

„Það gæti alveg verið. Ég ætla þá að vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum.“

Sagði Brynjar en viðtalið allt sem fer um víðan völl má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner