Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   lau 03. september 2022 10:50
Aksentije Milisic
Laporte fór í aðgerð - Frá í sex vikur
Mynd: EPA

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte gæti orðið klár eftir sex vikur en hann þurfti að fara í aðgerð á hné.


Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur ekki spilað síðan á síðustu leiktíð en hann tók þátt í leiknum sem tryggði Manchester City titilinn.

City keypti Manuel Akanji frá Dortmund undir lok félagskiptagluggans en Nathan Ake er einnig frá vegna meiðsla og því þurfti Guardiola varnarmann.

„Það er enn einn mánuður, einn og hálfur, í að Laporte komi aftur," sagði Guardiola.

„Hnémeiðsli geta verið erfið. Við munum ekki setja of mikla pressu á hann og við munum gefa honum tíma."

Manchester City mætir Aston Villa á útivell í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16:30.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner