Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mán 03. október 2022 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Tristan að standast þær háu væntingar sem gerðar voru til hans
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Malmö
Andri Lucas og Sveinn Aron eru bræður Daníels.
Andri Lucas og Sveinn Aron eru bræður Daníels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 16 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen gekk í raðir sænska félagsins Malmö í ágúst.

Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006.

Hann er uppalinn á Spáni og spilaði með unglingaliði Barcelona áður en hann færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum. Hann þykir gríðarlega efnilegur og hefur hann staðið sig vel í akademíu Madrídarstórveldisins.

Í samtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð segist Daníel Tristan hafa fylgt hjarta sínu þegar hann valdi að fara frá Real Madrid til Malmö, það hafi verið eitthvað sérstakt við áhuga Malmö.

Hann hefur verið að æfa með aðalliði Malmö - sem er sigursælasta félag Svíþjóðar - þrátt fyrir ungan aldur.

„Ég held ég hafi verið að standa mig vel. Það er það sem ég hef heyrt líka," segir Daníel Tristan.

Max Westerberg, þjálfari U19 liðs Malmö, segir Daníel Tristan vera með mikla fótboltagreind. „Við erum með miklar væntingar til hans. Hann hefur staðið undir þeim væntingum. Hann er góður leikmaður að öllu leyti. Hann er með góðan karakter og er með mikla hæfileika sem fótboltamaður."

Núna eru þeir allir bræðurnir að spila í Svíþjóð; Sveinn Aron með Elfsborg og Andri Lucas með Norrköping. Daníel segist vera líkari Andra, þeir séu mjög hreyfanlegir sóknarmenn. „Við erum bara mjög góðir sóknarmenn," segir Daníel.

Daníel Tristan vonast til þess að þreyta frumraun sína með A-liði Malmö sem fyrst en Westerberg segir að markmið leikmannsins sé skýrt - hann ætli að verða leikmaður hjá aðalliði Malmö innan skammst. Það sé augljóst miðað við frammistöðu hans og hugarfar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner