Mohamed Salah er nú markahæsti Afríkumaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu en hann náði þeim áfanga í 2-0 sigri Liverpool á Bologna í gær.
Salah skoraði frábært annað mark Liverpool gegn Bologna en það var 45. mark hans í keppninni.
Hann setti um leið met í keppninni en enginn Afríkumaður hefur skorað fleiri mörk en hann.
Egypski sóknarmaðurinn var jafn Fílabeinsstrendingnum Didier Drogba fyrir leikinn með 44 mörk, en Salah hefur nú bætt það.
Salah varð markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrir þremur árum en þá tók hann einmitt líka metið af Drogba.
????? Mo Salah becomes the African top goalscorer in Champions League history!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 2, 2024
???? 45 goals– Mo Salah
???? 44 goals – Didier Drogba
???? 30 goals – Samuel Eto'o pic.twitter.com/KNMh3KfHNm
Athugasemdir