Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Salah tók annað markamet af Drogba
Mynd: EPA
Mohamed Salah er nú markahæsti Afríkumaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu en hann náði þeim áfanga í 2-0 sigri Liverpool á Bologna í gær.

Salah skoraði frábært annað mark Liverpool gegn Bologna en það var 45. mark hans í keppninni.

Hann setti um leið met í keppninni en enginn Afríkumaður hefur skorað fleiri mörk en hann.

Egypski sóknarmaðurinn var jafn Fílabeinsstrendingnum Didier Drogba fyrir leikinn með 44 mörk, en Salah hefur nú bætt það.

Salah varð markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrir þremur árum en þá tók hann einmitt líka metið af Drogba.


Athugasemdir
banner
banner
banner