Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   sun 03. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Milan tekur á móti Lazio
Sex leikir fara fram í efstu deild á Ítalíu og dag og verður aðeins einn þeirra sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Það er stórleikur AC Milan og Lazio sem fer fram í kvöld klukkan 19:45 á íslenskum tíma.

Fyrsti leikur dagsins er spennandi þar sem sóknarþenkjandi lið Atalanta tekur á móti varnarsinnuðu liði Cagliari.

Cagliari styrkti sig mikið í sumar og hefur farið vel af stað í haust. Liðið er komið 18 stig eftir 10 umferðir og er aðeins þremur stigum eftir Atalanta, sem situr í fjórða sæti.

Genoa tekur svo á móti Udinese í fallbaráttunni á meðan Lecce mætir Sassuolo og Verona spilar við Brescia í nýliðaslag.

Fiorentina fær svo heimsókn frá Parma síðar í dag áður en Milan og Lazio eigast við í Evrópubaráttunni.

Leikir dagsins:
11:30 Atalanta - Cagliari
14:00 Genoa - Udinese
14:00 Lecce - Sassuolo
14:00 Verona - Brescia
17:00 Fiorentina - Parma
19:45 Milan - Lazio (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner