Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   sun 03. nóvember 2024 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Man Utd og Chelsea: Caicedo bestur en Ugarte slakastur
Mynd: EPA

Moises Caicedo var maður leiksins að mati Sky Sports þegar Chelsea heimsótti Manchester United í stórleik helgarinnar.

Liðunum gekk illa að klára færin en báðum liðum tókst það einu sinni. Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu en stuttu síðar skoraði Caicedo glæsilegt mark og tryggði Chelsea stig.

Fernandes og Mazraoui voru bestu leikmenn United en Manuel Ugarte átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Þá komu Amad Diallo og Mykhailo Mudryk inn á og fengu aðeins fimm í einkunn eins og Ugarte.


Man Utd: Onana (6), Dalot (6), De Ligt (6), Martinez (6), Mazraoui (7), Casemiro (6), Ugarte (5), Rashford (6), Garnacho (6), Fernandes (7), Hojlund (6).

Varamenn: Amad (5), Lindelof (6), Zirkzee (6).

Chelsea: Sanchez (6), Gusto (6), James (6), Fofana (6), Colwill (6), Lavia (6), Caicedo (8), Palmer (7), Neto (7), Madueke (6), Jackson (6).

Varamenn: Mudryk (5), Cucurella (6), Fernandez (6).


Athugasemdir
banner
banner
banner