Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   sun 03. nóvember 2024 15:15
Sölvi Haraldsson
Spánn: Atletico Madrid með mikilvægan sigur
Alexander Sorloth var á skotskónum í dag.
Alexander Sorloth var á skotskónum í dag.
Mynd: EPA

Atletico Madrid 2 - 0 Las Palmas

1-0 Giuliano Simeone ('37 )

2-0 Alexander Sorloth ('84 )

Atletico Madrid fékk Las Palmas í heimsókn í dag í La Liga og vann mikilvægan 2-0 sigur.


Alexander Sorloth braut ísinn þegar minna en 10 mínútur voru til hálfleiks eftir undirbúning Nahuel Molina. Hálfleikstölur 1-0 Madrídingum í vil.

Það var lítið um færi í fyrri hálfleiknum en Alexander Sorloth tvöfaldaði forystuna fyrir heimamenn þegar minna en 10 mínútur voru eftir af leiknum. Rodrigo De Paul lagði upp markið en þetta var fjórða mark Sorloth á tímabilinu.

Atletico Madrid fékk aðeins eitt skot á sig í leiknum en þeir hafa fengið fæstu mörkin á sig í deildinni til þessa, 7 mörk fengin á sig í 12 leikjum.

Með sigrinum fer Atletico Madrid í 3. sætið aðeins einu stigi á eftir Real Madrid sem er í 2. sæti og 7 stigum á eftir Barcelona sem eru á toppi deildarinnar. Þau lið eiga þó leik til góða ásamt Villareal sem er einu stigi á eftir Atletico í 4. sætinu.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner
banner