Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pedro Neto sorgmæddur: Maresca hjálpaði mér mikið
Mynd: EPA
Chelsea heimsækir Man City í kvöld en Calum McFarlane, þjálfari U21 liðsins, mun stýra liðinu eftir að Enzo Maresca yfirgaf félagið á nýársdag.

Pedro Neto, leikmaður Chelsea, ræddi við Sky Sports fyrir leikinn í kvöld. Hann var spurður út í Maresca.

„Ég var svolítið hissa þegar ég heyrði fréttirnar fyrst því hann stóð sig ótrúlega vel með liðið á síðasta tímabili og það gekk vel á þessu tímabili, auðvitað vildum við gera betur eins og alltaf," sagði Neto.

„Ég er svolítið sorgmæddur því hann hjálpaði mér mikið. Ég lærði mikið af honum og hann var frábær manneskja."
Athugasemdir
banner