Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 01. janúar 2026 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maresca hættur hjá Chelsea (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca er hættur sem stjóri Chelsea, þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni.

Breytingar hjá Chelsea hafa legið í loftinu að undanförnu, stuðningsmenn voru farnir að missa trú á stjóranum og hann og stjórnendateymi Chelsea gengu ekki í takt.

Mikið var fjallað um ummæli Maresca á fréttamannafundi eftir sigur gegn Everton um miðjan desember. Þar gagnrýndi hann hluta stjórnenda opinberlega fyrir að standa ekki með sér á erfiðum köflum tímabilsins.

Gengi liðsins hefur verið mjög dapurt síðustu vikur, einungis tveir sigrar í síðustu níu leikjum og stjórinn mætti ekki á fréttamannafund eftir leikinn gegn Bournemouth á þriðjudag sem endaði með 2-2 jafntefli. Það reyndist lokaleikur Ítalans í starfi hjá Chelsea.

Maresca er 45 ára og tók við Chelsea sumarið 2024 og var því stjóri liðsins í eitt og hálft tímabil. Liðið vann Sambandsdeildina síðasta vor og í kjölfarið HM félagsliða síðasta sumar. Chelsea endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er því í Meistaradeildinni í vetur. Liðið er sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal.

„Enzo og félagið telja að breyting gefi liðinu bestu möguleikana á að koma tímabilinu aftur á rétta braut," segir í tilkynningu Chelsea.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner