Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Sáuð þið bekkinn hjá okkur í dag?
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City var svekktur eftir jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag og kvartaði undan meiðslavandræðum.

Síðasta sumar var Pep mjög skýr í kröfum sínum um að minnka leikmannahóp Man City til að auðvelda honum starf sitt, en meiðslavandræði hafa verið að herja á liðið á tímabilinu. Níu leikmenn liðsins eru fjarri góðu gamni.

„Þetta lítur ekki vel út, vonandi fáum við einhverja leikmenn til baka á næstu dögum. Núna einbeitum við okkur að því að ná bata fyrir næsta leik sem er á miðvikudaginn. Þegar hópurinn er allur til taks þá er lítið mál að hvíla menn með því að rótera á milli leikja, en eins og staðan er núna þá er þetta vandamál fyrir okkur," sagði Guardiola meðal annars eftir jafnteflið.

„Sáuð þið bekkinn hjá okkur í dag? Það voru þrír leikmenn úr akademíunni og í næsta leik þurfum við að bæta fleirum við útaf nýjum meiðslum. Við erum ekki með nægilega mikið af leikmönnum, þannig er staðan."

Pep var þá spurður hvort City ætlaði að kaupa nýja leikmenn í janúarglugganum til að fylla í skörð fyrir þá sem eru meiddir.

„Ég held ekki, en við verðum að sjá til. Við söknum Ruben (Dias) og Josko (Gvardiol) mjög sárlega."

Savinho, Omar Marmoush, Oscar Bobb, Nico, Mateo Kovacic, Rayan Aït-Nouri, Josko Gvardiol, Ruben Dias og John Stones eru á meiðslalistanum hjá City sem stendur.

Lærlingar Pep eiga leiki við Brighton, Exeter, Newcastle og Manchester United á næstu tíu dögum. City er ennþá með í öllum keppnum og því er leikjaálagið gríðarlegt.

   04.01.2026 20:26
Pep svekktur: Við stjórnuðum leiknum

Athugasemdir
banner
banner
banner