Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Orri kom við sögu eftir fjögurra mánaða fjarveru
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Sociedad tók á móti Atlético Madrid í síðasta leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og fékk Orri Steinn Óskarsson að spreyta sig eftir fjögurra mánaða fjarveru sökum meiðsla.

Heimamenn í Sociedad voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að skora. Þess í stað tók norski framherjinn Alexander Sörloth forystuna fyrir Atlético í upphafi síðari hálfleiks.

Goncalo Guedes jafnaði fimm mínútum síðar eftir undirbúning frá Takefusa Kubo og fengu bæði lið færi til að bæta mörkum við leikinn sem fóru forgörðum.

Hvorugu liði tókst að stela sigrinum og kom Orri Steinn inn af bekknum á 88. mínútu. Lokatölur urðu 1-1.

Sociedad er aðeins með 18 stig eftir 18 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Atlético er í fjórða sæti með 38 stig.

Fyrr í dag gerðu Alavés og Real Oviedo jafntefli í neðri hluta deildarinnar. Oviedo er með 12 stig á botninum, sjö stigum á eftir Alavés.

Girona lyfti sér þá loksins upp úr fallsæti með sigri á Mallorca og eru liðin núna jöfn með 18 stig eftir 18 umferðir, alveg eins og Sociedad.

Real Sociedad 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Alexander Sorloth ('50 )
1-1 Goncalo Guedes ('55 )

Alaves 1 - 1 Oviedo
0-1 Federico Vinas ('56 )
1-1 Lucas Boye ('69 )

Mallorca 1 - 2 Girona
0-1 Viktor Tsygankov ('25 )
0-2 Vladyslav Vanat ('63, víti)
1-2 Vedat Muriqi ('91, víti)
Athugasemdir
banner
banner