Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 23:42
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham seldi Guilherme til Sporting (Staðfest)
Mynd: West Ham
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United er búið að selja Luis Guilherme til Portúgalsmeistara Sporting CP eftir sterka orðróma síðustu daga.

   01.01.2026 19:25
West Ham selur Guilherme til að kaupa Traoré


Hamrarnir eru að reyna að bæta leikmannahópinn sinn fyrir seinni hluta úrvalsdeildartímabilsins. Það er breytinga þörf eftir afar slakt gengi þar sem liðið situr í fallsæti eftir vandræðalegt 3-0 tap gegn botnliði Wolves í gær.

Guilherme er 19 ára kantmaður sem var keyptur til West Ham fyrir um 20 til 25 milljónir punda sumarið 2024 en hann fann aldrei taktinn á Englandi. Sporting er talið borga um það bil 15 milljónir punda fyrir Brassann auk árangurstengdra aukagreiðslna, og Hamrarnir halda prósentu af endursöluvirði leikmannsins.

Sporting er í öðru sæti portúgölsku deildarinnar með 42 stig eftir 17 umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Porto sem virðist vera óstöðvandi.


Athugasemdir
banner
banner