Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham selur Guilherme til að kaupa Traoré
Adama hefur spilað fyrir Barcelona, Aston Villa, Wolves og Middlesbrough á ferlinum. Hann á 8 landsleiki að baki fyrir Spán.
Adama hefur spilað fyrir Barcelona, Aston Villa, Wolves og Middlesbrough á ferlinum. Hann á 8 landsleiki að baki fyrir Spán.
Mynd: EPA
Það er mikið að frétta á nýársdegi sem er jafnframt fyrsti dagur félagaskiptagluggans í janúar.

Enska fallbaráttuliðið West Ham United er búið að samþykkja kauptilboð í brasilíska táninginn Luis Guilherme sem nemur 20 milljónum evra, eða um 17,5 milljónum punda.

Guilherme er 19 ára kantmaður sem hefur ekki staðist væntingar hjá Hömrunum eftir að hafa verið keyptur úr röðum Palmeiras sumarið 2024. West Ham borgaði nokkrum milljónum meira fyrir Guilherme heldur en það fær fyrir að selja hann til Portúgalsmeistara Sporting CP.

Hamrarnir eru í viðræðum við Fulham um kaup á Adama Traoré sem er 29 ára gamall og aðeins með sex mánuði eftir af samningi.

Traoré er varaskeifa hjá Fulham, með eina stoðsendingu í sextán leikjum á tímabilinu.

   01.01.2026 17:59
West Ham gæti selt Luis Guilherme

Athugasemdir
banner
banner