Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Spilaði allan leikinn í öðrum Meistaradeildarsigri Al Gharafa
Mynd: Al Gharafa
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Gharafa unnu annan leik sinn í Meistaradeild Asíu í kvöld.

Landsliðsmaðurinn var að spila fimmta leik sinn í keppninni á tímabilinu.

Hann lék allan leikinn er liðið lagði Pakhtakor frá Úsbekistan, 1-0, en liðið er nú komið með sjö stig eftir sex leiki.

Al Gharafa mætir toppliði Al Ahli í lokaumferðinni í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og á góðan möguleika á að komast áfram í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner