Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. mars 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Gefur aukna trú fyrir stórleikinn
Mynd: EPA

Þungu fargi var létt af Graham Potter þegar Chelsea vann loksins fótboltaleik. Chelsea tók á móti Leeds United og skóp 1-0 sigur þökk sé marki Wesley Fofana eftir hornspyrnu.


Þetta var fyrsti sigur Chelsea síðan 15. janúar og fyrsta markið sem liðið skorar síðan 11. febrúar. Potter hefur fengið sinn skerf af gagnrýni og margir sem töldu að starf hans við stjórnvölinn hjá Chelsea væri í bráðri hættu.

„Þetta er risastórt fyrir okkur en að lokum unnum við fótboltaleik. Þetta var mjög erfiður leikur og strákarnir sýndu karakter að halda forystunni út leikinn. Það er ekki skrýtið að menn séu taugaóstyrkir útaf slæmu gengi undanfarinna mánuða en strákarnir börðust fyrir þessum sigri í dag. Sigurinn gerir okkur kleift að taka næstu skref í þróun okkar sem liðsheild," sagði Potter, sem er spenntur fyrir stórleiknum gegn Borussia Dortmund næsta þriðjudagskvöld.

„Við höfum saknað Wesley Fofana sárlega og það er frábært að fá hann aftur. Við erum sáttir með þennan sigur en nú verður öll einbeitingin að fara í næsta leik sem er alvöru stórleikur. Þetta er risastórt tækifæri og það er undir okkur komið að grípa það.

„Við sýndum flotta frammistöðu og mikla baráttu í dag og þurfum að byggja á því. Það er góð tilfinning að vinna fótboltaleik á ný og halda hreinu í leiðinni. Þetta er mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið og hann gefur okkur aukna trú fyrir stórleikinn á þriðjudaginn."

Chelsea er óvænt um miðja úrvalsdeild sem stendur, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Chelsea tapaði fyrri viðureigninni 1-0 í einvíginu við Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Myndband: Stuðningsmenn Chelsea sungu um langþráð mark


Athugasemdir
banner
banner