Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   sun 04. apríl 2021 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið A. Villa og Fulham: Landsliðs-Mitro í byrjunarliði Fulham
Aston Villa tekur á móti Fulham í þriðja leik ensku úrvalsdeildinnar þennan sunnudaginn. Viðureignin hefst á Villa Park klukkan 15:30.

Villa siglir lygnan sjó um miðja deild og getur með sigrinum komist upp fyrir bæði Arsenal og Leeds. Villa er án sigurs í fjórum síðustu leikjum sínum.

Fulham er í eltingarleik í fallbaráttunni, tveimur stigum frá öruggu sæti sem stendur. Fulham hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, gerir eina breytingu frá tapinu gegn Tottenham í síðustu umferð. Anwar El-Ghazi kemur inn í liðið fyrir Trezeguet sem er ásamt Ross Barkley á bekknum. Jack Grealish er enn frá vegna meiðsla.

Scott Parker, stjóri Fulham, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Leeds. Aleksandar Mitrovic, Kenny Tete, Ruben Loftus-Cheek og Bobby Reid koma inn í liðið. Josh Maja er á bekknum. Mitrovic átti frábæran landsleikjaglugga með Serbum og er verðlaunaður með byrjunarliðssæti.

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Targett, McGinn, Luiz, Traore, Sanson, El-Ghazi, Watkins.

Byrjunarlið Fulham: Areola, Aina, Adarabioyo, Andersen, Tete, Lemina, Reed, Lookman, Loftus-Cheek, Reid, Mitrovic.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 19 8 +11 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Bournemouth 10 5 3 2 17 13 +4 18
5 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
6 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
7 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner