Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 04. apríl 2021 21:00
Aksentije Milisic
David Luiz fór í vel heppnaða aðgerð á hné í morgun
Arsenal hefur staðfest það að David Luiz, varnarmaður liðsins, hafi farið í vel heppnaða aðgerð á hné í morgun. Hann mun snúa aftur til baka á næstu vikum.

Brasilíski miðvörðinn missti af leik liðsins í gær en Arsenal steinlá þá á heimavelli gegn Liverpool. Mikel Arteta, stjóri liðsins, sagði að hann væri ekki viss hvort Luiz myndi spila meira á tímabilinu.

Þessi 34 ára gamli leikmaður er nú í kappi við tímann og spurning hvort hann nær að snúa til baka fyrir lokakafla tímabilsins. Liðið á eftir átta deildarleiki og þá er það einnig að spila í Evrópudeildinni.

Luiz skrifaði eftirfarandi skilaboð á Instagram eftir aðgerðina:

„Aðgerðin tókst vel og ég fer heim fljótlega! Vil þakka öllum fyrir skilaboðin og læknateyminu sem stóð sig gríðarlega vel! ÉG MUN KOMA TIL BARA STERKARI! Höldum áfram að berjast saman og gefumst aldrei upp! #GLEÐILEGAPÁSKA"

Arsenal mætir Sheffield United á útivelli í næsta deildarleik sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner