De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 04. apríl 2023 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Lék boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þeir ekki vera að ógna okkur mikið og þeir áttu kannski ekkert mörg skot á markið svo 3-2 kannski ekki rétt mynd en samt pirrandi að fá á sig þessi tvö mörk.“ Hafði markvörður Breiðabliks Anton Ari Einarsson að segja um leikinn eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Fyrra mark Víkinga í kvöld kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var á Anton eftir baráttu við leikmann Víkinga um boltann eftir fyrirgjöf. En dæmt var á Anton fyrir að fara í höfuð Daniel Dejan Djuric. Stúkan var ekki sátt en hvernig horfði atvikið við Antoni sjálfum?

„Strákarnir voru að segja mér að í sjónvarpinu liti þetta þannig út að ég hefði farið í boltann. Mér leið þannig að ég hefði leikið boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann og þá finnst mér þetta ekki vera víti.“

Besta deild karla rúllar af stað næstkomandi mánudag og taka Blikar þá á móti erkifjendum sínum í liði HK. Hvernig legst sá leikur og tímabilið í heild í Anton?

„Bara spennandi að þetta sé að byrja og það er alltaf gaman þegar styttist í mót. Þá fær maður smá fiðring og verður spenntur og mér líst bara mjög vel á þetta. Ég væri alveg til í að við værum búnir að vera aðeins meira sannfærandi í síðustu leikjum en þeir skipta ekki máli þegar deildin byrjar. “

Sagði Anton en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner