Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   þri 04. apríl 2023 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Lék boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þeir ekki vera að ógna okkur mikið og þeir áttu kannski ekkert mörg skot á markið svo 3-2 kannski ekki rétt mynd en samt pirrandi að fá á sig þessi tvö mörk.“ Hafði markvörður Breiðabliks Anton Ari Einarsson að segja um leikinn eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Fyrra mark Víkinga í kvöld kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var á Anton eftir baráttu við leikmann Víkinga um boltann eftir fyrirgjöf. En dæmt var á Anton fyrir að fara í höfuð Daniel Dejan Djuric. Stúkan var ekki sátt en hvernig horfði atvikið við Antoni sjálfum?

„Strákarnir voru að segja mér að í sjónvarpinu liti þetta þannig út að ég hefði farið í boltann. Mér leið þannig að ég hefði leikið boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann og þá finnst mér þetta ekki vera víti.“

Besta deild karla rúllar af stað næstkomandi mánudag og taka Blikar þá á móti erkifjendum sínum í liði HK. Hvernig legst sá leikur og tímabilið í heild í Anton?

„Bara spennandi að þetta sé að byrja og það er alltaf gaman þegar styttist í mót. Þá fær maður smá fiðring og verður spenntur og mér líst bara mjög vel á þetta. Ég væri alveg til í að við værum búnir að vera aðeins meira sannfærandi í síðustu leikjum en þeir skipta ekki máli þegar deildin byrjar. “

Sagði Anton en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner