Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 04. apríl 2023 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Lék boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þeir ekki vera að ógna okkur mikið og þeir áttu kannski ekkert mörg skot á markið svo 3-2 kannski ekki rétt mynd en samt pirrandi að fá á sig þessi tvö mörk.“ Hafði markvörður Breiðabliks Anton Ari Einarsson að segja um leikinn eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Fyrra mark Víkinga í kvöld kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var á Anton eftir baráttu við leikmann Víkinga um boltann eftir fyrirgjöf. En dæmt var á Anton fyrir að fara í höfuð Daniel Dejan Djuric. Stúkan var ekki sátt en hvernig horfði atvikið við Antoni sjálfum?

„Strákarnir voru að segja mér að í sjónvarpinu liti þetta þannig út að ég hefði farið í boltann. Mér leið þannig að ég hefði leikið boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann og þá finnst mér þetta ekki vera víti.“

Besta deild karla rúllar af stað næstkomandi mánudag og taka Blikar þá á móti erkifjendum sínum í liði HK. Hvernig legst sá leikur og tímabilið í heild í Anton?

„Bara spennandi að þetta sé að byrja og það er alltaf gaman þegar styttist í mót. Þá fær maður smá fiðring og verður spenntur og mér líst bara mjög vel á þetta. Ég væri alveg til í að við værum búnir að vera aðeins meira sannfærandi í síðustu leikjum en þeir skipta ekki máli þegar deildin byrjar. “

Sagði Anton en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner