Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   þri 04. apríl 2023 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Lék boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þeir ekki vera að ógna okkur mikið og þeir áttu kannski ekkert mörg skot á markið svo 3-2 kannski ekki rétt mynd en samt pirrandi að fá á sig þessi tvö mörk.“ Hafði markvörður Breiðabliks Anton Ari Einarsson að segja um leikinn eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Fyrra mark Víkinga í kvöld kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var á Anton eftir baráttu við leikmann Víkinga um boltann eftir fyrirgjöf. En dæmt var á Anton fyrir að fara í höfuð Daniel Dejan Djuric. Stúkan var ekki sátt en hvernig horfði atvikið við Antoni sjálfum?

„Strákarnir voru að segja mér að í sjónvarpinu liti þetta þannig út að ég hefði farið í boltann. Mér leið þannig að ég hefði leikið boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann og þá finnst mér þetta ekki vera víti.“

Besta deild karla rúllar af stað næstkomandi mánudag og taka Blikar þá á móti erkifjendum sínum í liði HK. Hvernig legst sá leikur og tímabilið í heild í Anton?

„Bara spennandi að þetta sé að byrja og það er alltaf gaman þegar styttist í mót. Þá fær maður smá fiðring og verður spenntur og mér líst bara mjög vel á þetta. Ég væri alveg til í að við værum búnir að vera aðeins meira sannfærandi í síðustu leikjum en þeir skipta ekki máli þegar deildin byrjar. “

Sagði Anton en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner