Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
banner
   þri 04. apríl 2023 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Lék boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Anton Ari fær áminningu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þeir ekki vera að ógna okkur mikið og þeir áttu kannski ekkert mörg skot á markið svo 3-2 kannski ekki rétt mynd en samt pirrandi að fá á sig þessi tvö mörk.“ Hafði markvörður Breiðabliks Anton Ari Einarsson að segja um leikinn eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Fyrra mark Víkinga í kvöld kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var á Anton eftir baráttu við leikmann Víkinga um boltann eftir fyrirgjöf. En dæmt var á Anton fyrir að fara í höfuð Daniel Dejan Djuric. Stúkan var ekki sátt en hvernig horfði atvikið við Antoni sjálfum?

„Strákarnir voru að segja mér að í sjónvarpinu liti þetta þannig út að ég hefði farið í boltann. Mér leið þannig að ég hefði leikið boltanum jafn mikið ef ekki meira en hann og þá finnst mér þetta ekki vera víti.“

Besta deild karla rúllar af stað næstkomandi mánudag og taka Blikar þá á móti erkifjendum sínum í liði HK. Hvernig legst sá leikur og tímabilið í heild í Anton?

„Bara spennandi að þetta sé að byrja og það er alltaf gaman þegar styttist í mót. Þá fær maður smá fiðring og verður spenntur og mér líst bara mjög vel á þetta. Ég væri alveg til í að við værum búnir að vera aðeins meira sannfærandi í síðustu leikjum en þeir skipta ekki máli þegar deildin byrjar. “

Sagði Anton en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner