
„Ég er smá svekkt að við höfum ekki náð að pota inn einu marki, mér fannst við hafa tækifæri til þess þannig þú veist já svolítið svekkt yfir því." sagði Guðrún Arnardóttir eftir 0-0 jafnteflið við Noreg í Þjóðardeild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Noregur
„Við sköpuðum færin. Þær voru kannski með meira possesion en mér fannst við skapa færin. Við vorum hepppnar í einhverjum momentum að fá ekki mark á okkur en við hefðum á sama skapi geta gert fleiri mörk og fótbolti snýst um að skora mörk og þar vorum við líklegri."
„Það vantaði bara að ná honum yfir línuna. Við áttum mörg góð færi. Bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik úr opnum leik og svo úr föstum leikatriðpum, við áttum einhver fimm horn þarna í röð undir lok leiks og vorum svo ógeðslega nálægt því."
Íslenska landsliðið varðist gríðarlega vel sem lið Í dag.
„Miðjan var að vinna rosalega vel og við breyttum ákveðnum hlutum í hálfleik sem mér fannst virka vel þannig já mér fannst við frekar öruggar varnarlega."
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands var ekki með í dag en Guðrún segir að liðið sé alveg með það góðan hóp til að fylla það stóra skarð sem Glódís skilur eftir sig.
„Við erum náttúrulega með góða leikmenn og við höfum allar sagt þetta er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, taka meiri ábyrgð, taka ný hlutverk og svoleiðis þannig við erum alveg með það góðan hóp og það góða leikmenn en að sjálfsögðu söknuðum við Glódísar en við erum samt alveg með það góðan hóp til að klára þetta."
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinar í dag. Ingibjörg var fyrirliði Íslands í leiknum.
„Það var gaman að sjá hana stíga upp í það hlutverk og gaman að vera í hafsentinum með henni. Þar líður mér best. Ég var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni," sagði Guðrún.
Nánar var rætt við Guðrúnu Arnardóttur í sjónvarpinu hér að ofan.