Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fös 04. apríl 2025 19:51
Anton Freyr Jónsson
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún í leiknum í dag.
Guðrún í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er smá svekkt að við höfum ekki náð að pota inn einu marki, mér fannst við hafa tækifæri til þess þannig þú veist já svolítið svekkt yfir því."  sagði Guðrún Arnardóttir eftir 0-0 jafnteflið við Noreg í Þjóðardeild kvenna í dag. 


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Noregur

„Við sköpuðum færin. Þær voru kannski með meira possesion en mér fannst við skapa færin. Við vorum hepppnar í einhverjum momentum að fá ekki mark á okkur en við hefðum á sama skapi geta gert fleiri mörk og fótbolti snýst um að skora mörk og þar vorum við líklegri."

„Það vantaði bara að ná honum yfir línuna. Við áttum mörg góð færi. Bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik úr opnum leik og svo úr föstum leikatriðpum, við áttum einhver fimm horn þarna í röð undir lok leiks og vorum svo ógeðslega nálægt því."

Íslenska landsliðið varðist gríðarlega vel sem lið Í dag. 

„Miðjan var að vinna rosalega vel og við breyttum ákveðnum hlutum í hálfleik sem mér fannst virka vel þannig já mér fannst við frekar öruggar varnarlega."

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands var ekki með í dag en Guðrún segir að liðið sé alveg með það góðan hóp til að fylla það stóra skarð sem Glódís skilur eftir sig. 

„Við erum náttúrulega með góða leikmenn og við höfum allar sagt þetta er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, taka meiri ábyrgð, taka ný hlutverk og svoleiðis þannig við erum alveg með það góðan hóp og það góða leikmenn en að sjálfsögðu söknuðum við Glódísar en við erum samt alveg með það góðan hóp til að klára þetta."

Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinar í dag. Ingibjörg var fyrirliði Íslands í leiknum.

„Það var gaman að sjá hana stíga upp í það hlutverk og gaman að vera í hafsentinum með henni. Þar líður mér best. Ég var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni," sagði Guðrún.

Nánar var rætt við Guðrúnu Arnardóttur í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner