Það var nóg um að vera í 4. deildinni í gær þar sem 30 mörk voru skoruð í fjórum skemmtilegum leikjum.
KÁ tók á móti KH í toppslag deildarinnar þar sem sjö mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Bjarki Sigurjónsson skoraði þrennu í ótrúlegum fyrri hálfleik en staðan var 4-3 þegar flautað var til leikhlés.
Nikola Dejan Djuric komst einnig á blað í liði heimamanna og jók hann forystu KÁ í síðari hálfleik þegar hann skoraði fimmta mark liðsins. Staðan var þá orðin 5-3 og hélst þannig allt þar til í uppbótartíma, þegar KH þurfti að sækja á fleiri mönnum í tilraun til að minnka muninn.
Gestunum tókst ekki að skora en var þess í stað refsað grimmilega af heimamönnum sem skoruðu tvö mörk á lokamínútunum til að innsigla 7-3 stórsigur. Bjarki endaði á að skora fernu í leiknum á meðan Nikola setti tvennu.
KÁ fer uppfyrir KH með þessum sigri og trónir nú á toppi deildarinnar með 20 stig eftir 8 umferðir, einu stigi meira heldur en KH. Þetta var fyrsti tapleikur KH á tímabilinu og er KÁ því eina liðið í deildinni sem er enn ósigrað.
Hafnir lyftu sér þá uppúr fallsæti með stórsigri gegn KFS, þar sem Ísak John Ævarsson setti þrennu og urðu lokatölur 6-3. Hafnir eru með 6 stig eftir 8 umferðir, fjórum stigum minna heldur en KFS.
Elliði fer upp í þriðja sæti með 3-2 sigri gegn botnliði Hamars. Elliði er þar einu stigi fyrir ofan Árborg og Vængi Júpíters sem gerðu 2-2 jafntefli í dag.
KÁ 7 - 3 KH
1-0 Bjarki Sigurjónsson ('13 )
1-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('20 , Mark úr víti)
1-2 Sigfús Kjalar Árnason ('23 )
2-2 Bjarki Sigurjónsson ('26 )
2-3 Sturla Ármannsson ('38 )
3-3 Bjarki Sigurjónsson ('39 )
4-3 Nikola Dejan Djuric ('44 )
5-3 Nikola Dejan Djuric ('66 )
6-3 Bjarki Sigurjónsson ('90 )
7-3 Brynjar Bjarkason ('94 )
Hafnir 6 - 3 KFS
1-0 Ísak John Ævarsson ('4 )
2-0 Ísak John Ævarsson ('45 )
2-1 Hallgrímur Þórðarson ('47 )
3-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('54 )
3-2 Þórður Örn Gunnarsson ('66 )
3-3 Eyþór Daði Kjartansson ('75 )
4-3 Bessi Jóhannsson ('79 )
5-3 Ísak John Ævarsson ('81 )
6-3 Bergsveinn Andri Halldórsson ('88 )
Árborg 2 - 2 Vængir Júpiters
1-0 Aron Freyr Margeirsson ('12 )
1-1 Aron Heimisson ('45 )
1-2 Jónas Breki Svavarsson ('48 , Mark úr víti)
2-2 Adam Örn Sveinbjörnsson ('90 )
Elliði 3 - 2 Hamar
0-1 Rodrigo Leonel Depetris ('23 )
1-1 Þröstur Sæmundsson ('76 )
2-1 Jóhann Andri Kristjánsson ('83 )
2-2 Tomas Adrian Alassia ('88 )
3-2 Pétur Óskarsson ('90 )
Rautt spjald: Guðmundur Árni Jónsson , Elliði ('90)
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 11 | 7 | 4 | 0 | 46 - 16 | +30 | 25 |
2. KH | 11 | 7 | 2 | 2 | 30 - 19 | +11 | 23 |
3. Árborg | 11 | 5 | 4 | 2 | 28 - 21 | +7 | 19 |
4. Elliði | 11 | 5 | 4 | 2 | 23 - 17 | +6 | 19 |
5. Vængir Júpiters | 11 | 4 | 5 | 2 | 22 - 19 | +3 | 17 |
6. Kría | 11 | 3 | 4 | 4 | 21 - 22 | -1 | 13 |
7. Hafnir | 11 | 4 | 0 | 7 | 25 - 33 | -8 | 12 |
8. Álftanes | 11 | 3 | 2 | 6 | 15 - 23 | -8 | 11 |
9. KFS | 11 | 3 | 1 | 7 | 18 - 45 | -27 | 10 |
10. Hamar | 11 | 0 | 2 | 9 | 14 - 27 | -13 | 2 |
Athugasemdir