Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag og í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram í Bestu deild karla.
Vestri og Fram eiga heimaleiki við ÍA og ÍBV í fyrri leikjum dagsins áður en KR tekur á móti FH og topplið Víkings R. mætir Aftureldingu.
Þetta eru mikilvægir leikir þar sem Víkingur getur endurheimt þriggja stiga forystu á toppnum með sigri á meðan KR og FH kljást í neðri hlutanum.
Það er þó afar stutt á milli liða á stöðutöflunni eftir fyrri hluta deildartímabilsins.
Þá eru fimm leikir á dagskrá í 2. deild og fimm í 3. deild en tímabilið er nánast hálfnað í þeim deildum.
Að lokum er einn leikur á dagskrá í 4. deildinni og einn í utandeildinni.
Besta-deild karla
17:00 Vestri-ÍA (Kerecisvöllurinn)
17:00 Fram-ÍBV (Lambhagavöllurinn)
19:15 KR-FH (AVIS völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Afturelding (Víkingsvöllur)
2. deild karla
14:00 Dalvík/Reynir-Ægir (Dalvíkurvöllur)
14:00 Kári-Víkingur Ó. (Akraneshöllin)
14:00 KFG-Kormákur/Hvöt (Samsungvöllurinn)
14:00 Víðir-KFA (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Höttur/Huginn-Þróttur V. (Fellavöllur)
3. deild karla
14:00 Ýmir-KV (Kórinn)
16:00 Hvíti riddarinn-Magni (Malbikstöðin að Varmá)
16:00 Sindri-Árbær (Jökulfellsvöllurinn)
16:00 Tindastóll-ÍH (Sauðárkróksvöllur)
16:00 Reynir S.-KF (Brons völlurinn)
4. deild karla
16:00 Kría-Álftanes (Vivaldivöllurinn)
Utandeild
14:00 Boltaf. Norðfj.-KB (Búðagrund)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
3. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir