Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 04. maí 2014 22:21
Daníel Freyr Jónsson
Baldur Sig: Erfitt að spila á móti sól
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Baldur Sigurðsson, miðjuma'ur KR, segir að aðstæður hafi ekki hjálpað til þegar liðið tapaði 2-1 gegn Val á gervigrasinu í Laugardalnum í kvöld.

KR spilaði í fyrri hálfleik gegn sólinni sem var lágt á lofti og segir Baldur að það hafi verið erfitt að byggja upp gott spil.

,,Það er hægt að segja að á svona dögum er mjög slæmt að tapa uppkestinu að því það er rosa erfitt að spila á móti sól hér í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei upp neinum takti að því það er erfitt að horfa fram á við," sagði Baldur eftir leikinn.

,,Þið sáuð hvernig fyrri hálfleikur var. Við náðum engu sjálfstrausti í spilið og við vorum að kýla honum fram. Varnarmennirnir töluðu um það að það hefði verið erfitt sjá og skynja vegalengdir fram á völlinn. Þannig við fórum í þetta spil og það er engan vegin það sem við eigum að gera."

Baldur segir þetta þó ekki afsökun fyrir tapinu.

,,Það er engin afsökun. Við vorum lélegir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, rifum okkur upp í seinni og nú er það bara næsti leikur. Við töpuðum þessum leik og nú verðum við bara að vinna næsta."

Þá segir Baldur enga pressu vera á KR og að þeir hlusti ekki á spár fjölmiðla.

,,Það er engin pressa. Okkur er spáð svona á hverju einasta ári, við komum inn í þetta mót og ætlum að sigra alla leiki. Við höfum aldrei gert það síðan ég kom til KR, að pæla í spánnum."
Athugasemdir
banner