Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 04. maí 2021 14:40
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Funheitur Birkir skoraði í þriðja leiknum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landlsiðsmaðurinn Birkir Bjarnason skoraði og lagði upp mark fyrir Brescia sem vann 3-0 útisigur gegn Vicenza í ítölsku B-deildinni í dag.

Brescia er í sjöunda sæti deildarinnar.

Liðin sem enda í tveimur efstu sætunum fara beint upp í A-deildina en Empoli er öruggt á toppnum. Liðin í sætum 3-8 fara svo í umspil.

Birkir hefur skorað í þremur leikjum í röð í deildinni en hann er með sex mörk og þrjár stoðsendingar á tímabilinu.

Hólm­bert Aron Friðjóns­son spilaði ekki með Brescia vegna meiðsla.

Sjötta leikinn í röð kom Bjarki Steinn Bjarkason ekkert við sögu hjá Venezia en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pisa. Óttar Magnús Karlsson er á meiðslalistanum hjá Venezia en liðið er í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner