Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 3. sæti
Haukar
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sander Jonassen Forø
Sander Jonassen Forø
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tómas Leó Ásgeirsson
Tómas Leó Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Martin Söreide
Martin Söreide
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Haukar 96 stig
4. Leiknir F. 89 stig
5. Magni 66 stig*
6. ÍR 66 stig
7. KV 52 stig*
8. KF 52 stig
9. Kári 39 stig
10. Reynir S. 36 stig
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig

*KV var hæst spáð 4. sæti en KF var hæst spáð 5. sæti.
*Magna var hæst spáð efsta sæti en ÍR hæst spáð 4. sæti

Lokastaða í fyrra: Haukar enduðu í fimmta sæti deildarinnar í fyrra eftir að hafa verið spáð 4. sæti. Haukar gerðu ekkert jafntefli í deildinni, unnu tólf leiki og töpuðu átta leikjum. Liðið skoraði 43 mörk og fékk á sig 28 í tuttugu leikjum. Liðið var í toppsæti deildarinnar eftir tíu umferðir en svo fór að fjara undan stigasöfnunni.

Þjálfarinn: Igor Bjarni Kostic er að fara inn í sitt annað tímabil með Haukum og er þetta hans fyrsta meistarafloksstarf á Íslandi. Hann hafði áður starfað hjá norska knattspyrnusambandinu og var á árunum 2015-19 í nokkrum hlutverkum hjá norska félaginu Ull/Kisa. Hann er sonur Luka Kostic. Honum til aðstoðar er Þórarinn Jónas Ásgeirsson.

Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

Ástríðan segir – Haukar
„Haukar hafa ekki snefil af áhuga á að leika í 2. deild og hafa lagt mikinn metnað í að gera liðið samkeppnishæfara. Erfitt er fyrir utanaðkomandi að leika í vindinum á Ásvöllum og ætti heimavöllurinn að nýtast Haukum í ár enda verður sumarið stormasamt samkvæmt heimildum Ástríðunnar."


Styrkleikar: „Hafa gert vel á leikmannamarkaðnum. Hafa fengið tvo leikmenn frá Noregi, þá Martin Soreide og Sander Jonassen Foro, sem skoruðu þrjú af fjórum mörkum Hauka í bikarleik um daginn. Einnig hafa þeir fengið sterka Íslendinga með reynslu úr efri deildum til að gulltryggja að Haukar komist aftur upp í Lengjudeildina í ár. Igor Kostic hefur skýra hugmyndafræði og þrátt fyrir pásu hefur hann haft lengri tíma til að koma henni áleiðis til leikmanna sinna."

Veikleikar: „Hafa misst Kristófer Jónsson og Nikola Dejan Djuric sem voru algjörir lykilmenn í fyrra. Nýir leikmenn hafa komið í staðinn en óljóst er hvernig þeir munu passa í hópinn."

„Þjálfarateymið þarf að finna sitt sterkasta byrjunarlið strax því það verður erfitt að lenda á eftir toppliðunum ef liðið þarf alla fyrri umferðina til að spila sig saman. Eftir 12 leiki í fyrra voru Haukar í 2. sæti deildarinnar. Hafa þeir hugarfarið sem þarf til að komast upp?"


Lykilmenn: Þórður Jón, Birgir Magnús og Tómas Leó.

Gaman að fylgjast með: Það verður spennandi að fylgjast með Norðmönnunum tveimur, Martin Søreide og Sander Forø, báðir fæddir 2000 og hafa litið vel út í þeim leikjum sem þeir hafa spilað á undirbúningstímabilinu og í bikanum.

Nokkur orð þjálfara um leikmannabreytignarnar:
„Þó nokkuð mikið af manna breytingum en þrír af þessum strákum voru seldir í stærri félög og spiluðu Óliver og Númi ekki stórt hlutverk í fyrra en hefðu líklega verið í stærra hlutverki í ár."

„Tel okkur vera með sterkari og breiðari hóp en í fyrra. Missum Ásgeir og Kristófer af miðjunni en höfum bætt það upp með komu Martin og Hilmars og átti að vera einnig með Daníel Snorra en óvíst hvort hann spili nokkuð í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa í Lengjubikarnum fyrr í vetur. Anton Freyr kemur svo inn í vörnina með reynslu úr efri deildum og bindur hana saman."


Komnir:
Daníel Snorri Guðlaugsson frá Víking Ó
Frosti Brynjólfsson frá Magna
Hlynur Örn Hlöðversson frá Tindastóli
Tumi Guðjónsson frá Fram
Hilmar Andrew McShane frá Grindavík á láni
Martin Søreide frá Ull/Kisa á láni
Sander Forø frá Ull/Kisa á láni
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson frá Keflavík
Guðjón Máni Magnússon frá Fjarðarbyggð

Farnir:
Ásgeir Þór Ingólfsson án liðs
Oliver Helgi Gíslason í Selfoss
Kristófer Jónsson í Val
Arnar Númi Gíslason í Breiðablik
Óliver Steinar Guðmundsson í Atalanta
Valur Reykjalín Þrastarson
Nikola Dejan Djuric var á láni
Jón Freyr Eyþórsson hættur
Bjarki Björn Gunnarsson í Víking, var á láni

Fyrstu þrír leikir:
7. maí Reynir S. heima
15. maí Leiknir F. úti
22. maí Völsungur heima
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner