Breiðablik og Víkingur unnu góða sigra í Bestu deildinni í kvöld.
Blikar hófu leikinn af krafti. Gísli Eyjólfsson kom liðinu yfir með góðu skoti í D-boganum strax á áttundu mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Stefán Ingi Sigurðarson annað mark Blika með skalla.
Eftir það tóku Stjörnumenn við sér og voru betri aðilinn út fyrri hálfleikinn en Anton Ari Einarsson í marki Blika var í ham.
Stefán Ingi komst hins vegar í frábært færi undir lok fyrri hálfleiks en setti boltann framhjá.
Víkingur er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið lagði Keflavík í kvöld.
Pablo Punyed skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir undirbúning Birnis Snæs Ingasonar. Erlingur Agnarsson var mættur í byrjunarliðið strax eftir meiðsli og hann skoraði annað mark leiksins.
Birnir Snær var síðan aftur á ferðinni þegar hann átti fyrrigjöf sem Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ætlaði að hreinsa frá en það fór ekki betur en svo að boltinn endaði í netinu.
Marley Blair klóraði í bakkann stuttu síðar fyrir Keflvíkinga og var sá fyrsti til að koma boltanum í mark Víkinga í sumar. Danijel Dejan Djuric kom inn á af bekknum og negldi síðasta naglann í kistu Keflvíkinga.
Víkingur R. 4 - 1 Keflavík
1-0 Pablo Oshan Punyed Dubon ('25 )
2-0 Erlingur Agnarsson ('57 )
3-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('63 , sjálfsmark)3-1 Marley Blair ('65 )
4-1 Danijel Dejan Djuric ('71 )
Lestu um leikinn
Stjarnan 0 - 2 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson ('8 )
0-2 Stefán Ingi Sigurðarson ('10 )
Lestu um leikinn