Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   þri 04. júlí 2017 08:56
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi sagður á leið til AEK
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grískir fjölmiðlar segja frá því í dag að AEK Aþena sé að fá íslenska landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason í sínar raðir á láni frá Rapid Vín.

Arnór Ingvi er sagður vera á leið í læknisskoðun hjá AEK í dag áður en gengið verður frá samningum.

Arnór kom til Rapid Vín í fyrrasumar eftir að hafa árið áður orðið sænskur meistari með Norrköping. Meiðsli settu strik í reikninginn á fyrsta tímabili Arnórs í Austurríki en Rapid Vín endaði í 5. sæti.

„Ég hef átt betri tímabil. Það hefur margt spilað inn í. Það voru fjórir þjálfarar og þetta hefur verið smá erfitt. Liðið átti ekki gott tímabil í heild og það hjálpaði mér ekki. Ég vona að næsta tímabil verði örlítið betra," sagði Arnór við Fótbolta.net á dögunum.

Arnór Ingvi er 24 ára gamall en hann hefur skorað fimm mörk í þrettán leikjum með íslenska landsliðinu á ferli sínum.

AEK endaði í 4. sæti í grísku deildinni á síðasta tímabili en liðið vann síðan umspil um sæti í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru á mála hjá félaginu fyrir nokkrum árum en þá var Arnar Grétarsson yfirmaður íþróttamála þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner