„Þeir eru mjög góðir og við þurfum að eiga okkar A game til að knýja fram sigur," sagði landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Króatíu á sunnudag.
Arnór Ingvi byrjaði síðasta leik gegn Kósóvó en er hann bjartsýnn á að halda sæti sínu í byrjunarliðinu gegn Króötum?
„Ég vona að ég fái einhverjar mínútur en þjálfarinn byrjar liðið og ég styð aðilann sem byrjar leikinn. Það er 100%."
Arnór var að klára sitt fyrsta tímabil með Rapid Vín í Austurríki en gengi hans þar var upp og ofan.
„Það var ekki gott. Ég hef átt betri tímabil. Það hefur margt spilað inn í. Það voru fjórir þjálfarar og þetta hefur verið smá erfitt. Liðið átti ekki gott tímabil í heild og það hjálpaði mér ekki. Ég vona að næsta tímabil verði örlítið betra," sagði Arnór.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir