Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 04. júlí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tekur Xavi við af Setien?
Framtíð Quique Setien sem stjóri Barcelona er óljós. Hann tók við félaginu í vetur og hefur gengið, sérstaklega að undanförnu, ekki verið nægilega gott.

Liðið var í bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn en nú leiðir Real Madrid og fátt virðist getað komið í veg fyrir að Real lyfti titlinum seinna í sumar.

Xavi Hernandez, goðsögn hjá Barca, var boðið starfið þega Setien tók við en afþakkaði og sagði tímapuntkinn ekki réttan.

Nú er hann sagður líklegastur til að taka við Setien sem er vel valtur í sessi. Barcelona er sagt reiðubúið að greiða Xavi 5,4 milljónir punda í árslaun eða sem nemur 450 þúsund pundum í mánaðarlaun.

Í fréttum vikunnar er fjallað um að Lionel Messi, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, sé að íhuga að yfirgefa félagið eftir næsta tímabil en mögulega nær Xavi að halda honum áfram með komu sinni.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 11 6 3 2 18 10 +8 21
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
7 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
8 Vallecano 11 4 3 4 12 10 +2 15
9 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
10 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner