Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Fluminense og Al-Hilal: Spútnik liðin mætast
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fluminense og Al-Hilal eigast við í ólíklegri viðureign í 8-liða úrslitum HM félagsliða eftir flottan árangur hingað til í mótinu. Byrjunarlið kvöldsins hafa verið opinberuð.

Fluminense sló Inter óvænt úr leik í 16-liða úrslitum á meðan Al-Hilal hafði betur gegn Manchester City í framlengingu.

Fertugur Thiago Silva er á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Fluminense í kvöld en Al-Hilal er talið vera sigurstranglegra liðið. Þar má finna afar öfluga leikmenn í byrjunarliðinu hjá Simone Inzaghi sem er nýlega tekinn við þjálfun liðsins.

Varnarlínan er sérstaklega öflug með Kalidou Koulibaly, Rúben Neves og Renan Lodi á meðan Joao Cancelo leikur í hægri vængbakverði. Sergej Milinkovic-Savic og Malcom eru þá einnig í sterku byrjunarliði Al-Hilal, með Abderrazak Hamdallah á bekknum.

Al-Hilal er enn taplaust á HM eftir að hafa gert jafntefli við Real Madrid og RB Salzburg í riðlakeppninni.

Fluminense: Fabio, Xavier, Ignacio, Silva, Freytes, Fuentes, Nonato, Bernal, Martinelli, Arias, Cano
Varamenn: Canobbio, Everaldo, Guga, Hercules, Keno, Lavega, Lezcano, Lima, Manoel, Baya, Ganso, Serna, Soteldo, Santos, Eudes

Al-Hilal: Bono, Cancelo, Koulibaly, Neves, Lodi, Al-Harbi, Al-Dawsari, Kanno, Milinkovic-Savic, Malcom, Marcos Leonardo
Varamenn: Cesar, Hamdallah, Lajami, Al-Yami, Al-Shahrani, Al-Rubale, Al-Qahtani, Al-Juwayr, Al-Hadhood, Al-Ghannam, Al-Dawsari, Al-Bulayhi, Abu Rasen
Athugasemdir
banner